510 7900
Kvisthagi 18
107 Reykjavík
VERÐ: 43.700.000
VERÐ: 43.700.000
LÝSING

Kvisthagi 18
Virkilega rúmgóð þriggja herbergja íbúð á jarðhæð/kjallara á þessum eftirsótta stað í Vesturbænum. Sér inngangur er í íbúðina. 

Allar nánanari upplýsingar veitir Ólafur Gísli Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Lind fasteignasölu, í síma 8228283 eða [email protected]

Nánari lýsing.
Sér inngangur er í íbúðina. Gengið niður nokkrar tröppur á vesturhlið hússins. 
Anddyri er flísalagt með fatahengi.
Komið er inn í mjög rúmgott hol/gang með parketi á gólfi.
Eldhúsið er með fallegri eldri innréttingu, nýr dúkur á gólfi.
Stofan er rúmgóð með stórum glugga. 
Herbergi 1 var áður stofa, nokkuð stórt, parket á gólfi. Væri hægt að opna inn í stofu aftur ef vill.
Herbergi 2 er rúmgott, parket á gólfi. 
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Ágæt innrétting, baðkar og gluggi.
Aukin lofthæð er í allri íbúinni, fallegir gamlir hurðakarmar og listar í loftum gefa íbúðinni sjarmerandi yfirbragð.
Geymsla er innan íbúðar. Í sameign er mjög snyrtilegt þvottahús sem var nýlega málað. Í alla staði mjög góð og snyrtileg þvottaaðstaða. 
Skipt hefur verið um allar ofnalagnir í íbúðinni (2014), eldri ofnar látnir halda sér þar sem það var hægt. Gluggar endurnýjaðir að hluta.
Húsið er allt hið snyrtilegasta að utan og virðist við skoðun hafa fengið gott almennt viðhald.
Samkvæmt seljanda var þak endurnýjað árið 2007. Þá var dren og skólp  endurnýjað fyrir nokkru  (fyrir árið 2000)

Þetta er í alla staði hin snyrtilegasta íbúð á frábærum stað þar sem stutt er í alla þjónustu. Íbúðin er laus við kaupsamning.

Allar nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir Ólafur Gísli Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Lind fasteignasölu, í síma 8228283 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi 0,4 - 0,8 %, fyrir einstaklinga, af heildar fasteignamati eignarinnar. 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt föst krónutala. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð  

HAFA SAMBAND
Skilaboð hafa verið send.
Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.

Senda á vin
Skilaboð hafa verið send.