510 7900
Mosagata 8
210 Garðabær
VERÐ: Tilboð
VERÐ: Tilboð
LÝSING

Lind fasteignasala kynnir glæsilegt parhús á tveimur hæðum að Mosagötu 8 í Urriðaholti, Garðabæ. 
Birt flatarmál er skráð 227 fm, þar af er innbyggður bílskúr 40 fm. Húsið er fullfrágengið að innan sem utan. 
Húsið snýr í suð- suðvestur með svölum út frá stofu með einstöku útsýni. 
Eignin er öll hin glæsilegasta og vel skipulögð með aukinni lofthæð allt að 3,8 metrum og stórum gluggum. 
Seljendur skoða skipti á minni eign. 
Skipting eignar: 
Forstofa, hol, eldhús, borðstofa, stofa, Sjónvarpshol/fjölskyldurými,þrjú baðherbergi,
þrjú svefnherbergi, hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi, þvottahús, geymsla og bílskúr. 
Bílastæði er hellulagt með hitalögn. 

Upplýsingar veitir Bryndís Bára í síma 616-8985 eða 
[email protected]


Nánari lýsing:
Efri hæð: Komið er inn í rúmgóða forstofu með stórum forstofuskáp með rennihurðum.  
Á vinstri hönd við forstofugang er gestasalerni með upphengdu salerni og opnanlegum glugga. 
Borðstofa og stofa eru samliggjandi eldhúsi, hátt er til lofts, stórir gluggar og útgengi er á 18 fm svalir með frábæru útsýni til suð/vesturs. 
Glæsilegt og vel útbúið eldhús með fallegri sérsmíðari innréttingu frá Parka og eyju, granítborðplötur á innréttingum.
Vönduð innbyggð tæki frá Smith & Norland, spanhelluborð, bakaraofn, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp.
Steyptur stigi á milli hæða, innfeld lýsing við stiga. Í húsinu er innfelld halogen lýsing. 
Neðri hæð: Hol á neðri hæð er parketlagt með útgengi á baklóð.
Sjónvarpshol / fjölskyldurými skráð 30 fm.
Þrjú svefnherbergi með góðum gluggum.
Hjónaherbergissvíta skráð 30 fm með fataherbergi og sér baðherbergi. 
Fataherbergið er stórt með innréttingu. Baðherbergi með sturtu, innréttingu og upphengdu salerni.
Útgengt er á á baklóð/verönd frá hjónaherbergi.
Aðalbaðherbergi er með sturtu með einhalla og gleri, lín skáp frá Parka, innrétting með granit borðplötu og innbyggðum blöndunartækjum.
þvottahús er með innréttingu fyrir vélar í vinnuhæð og skolvaski.
Bílskúrinn er skráður 40 fm með geymslu. Góð innkeyrsluhurð með sjálfvikum hurðaopnara. Epoxy á gólfi. 
Innangengt er í bílskúr frá geymslugangi. Geymsla er með glugga. Geymsluna má vel nýta sem herbergi.
Hellulagt bílaplan er fyrir framan hús með snjóbræðsla í bílastæði, skjólveggir, vönduð útilýsing ofl.

Húsið er flísalagt með vönduðum ítölskum parket flísum frá Parka.
Innréttingar eru sérsmíðaðar frá PARKA.- Granítborðplötur á innréttingum og vönduð eldunartæki.
Heimilistæki frá Smith & Norland.
Gólfhiti er á neðri hæð og ofnakerfi á efri.
Mikið er lagt í lýsingu hússins en innfelld lýsing er í öllum loftum og útilýsing er meðfram húsinu. 

Eignin er einstaklega vel skipulögð og staðsett á eftirsóttum stað í Garðabæ. Stutt er í skóla og alla þjónustu.
Upplýsingar um hverfið er að finna hér: http://www.urridaholt.is

Fasteignamat næsta árs verður
kr; 86.600.000

Allar nánari upplýsingar veitir:
Bryndís Bára nemi til löggildingar fasteignasala í síma 616-8985 eða á netfanginu [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.






 

HAFA SAMBAND
Skilaboð hafa verið send.
Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.

Senda á vin
Skilaboð hafa verið send.