LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynna fallega , bjarta og einstaklega vel skipulagða 4. herbergja endaíbúð á 2.hæð í litlu fjölbýlsihúsi með fallegu útsýni ásamt bílskúr við Galtalind 3. Húsið er mjög vel staðsett í Lindahverfi í Kópavogi. Íbúðarhlutinn er skráður 103 m2 ásamt 21,7 m2 bílskúr. Samtals 124,7 m2 . Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, forstofu, baðherbergi , sérþvottahús, geymslu og bílskúr. EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.Nánari lýsing. Forstofa með parketi á gólfi og innbyggðum fataskáp.
Eldhúsið er bjart með innréttingu með efri og neðri skápum, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu, keramik helluborð , rúmgóður borðkrókur og flísalagt gólf. Fallegt útsýni.
Þvottahús er innaf eldhúsi með flísum á gólfi og sturtubotni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Borðplata með skolvaski , þvottasnúrur og opnanlegur gluggi.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi og miklum gluggum sem gefa fallega birtu í rýmið, útgengi út á rúmgóðar svalir til tveggja átta. Fallegt útsýni.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fjórföldum fataskáp.
Barnaherbergi eru tvö með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergið var gert upp 2019 með flotuðu gólfi og baðkari með sturtuaðstöðu , hvít innrétting með ljúflokunum á skúffum og spegli fyrir ofan, flísar í kringum baðkar og hluta til á veggjum, handklæðaofn og upphengt salerni.
Geymsla með máluðu gólfi og hillum, gluggi.
Bílskúr með heitu og köldu vatni. Snóbræðsla í bílaplani fyrir framan bílskúr.
Helstu endurbætur.
2020 var húsið sprunguviðgert og málaður múr og allt tréverk.
Bílskúrshurð nýleg.
2019 var baðherbergið endurnýjað.Þetta er virkilega rúmgóð og falleg eign í Lindahverfi í Kópavogs á frábærum stað. Lindarskóli er staðsettur neðan við Galtalindina og leikskólinn Núpur þar á móti og því örstutt að ganga í skólana. Við skólann er stórt leiksvæði, með fótboltavelli og skólahreystibraut. Einnig er grænt svæði með gönguleiðum þar fyrir ofan.Stutt er í alla helstu þjónustu, Versalir en þar er sundlaug og íþróttafélagið Gerpla. Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 822 2123 eða [email protected]