510 7900
Aðalgata 6
540 Blönduós
VERÐ: Tilboð
VERÐ: Tilboð
LÝSING

Vernharð Þorleifsson lgf. og Lind fasteignasala kynna til sölu Hótel Blöndu á Blönduósi sem er 1.119 fm. atvinnuhúsnæði á þremur hæðum á 2500 fm. lóð.
Húsið er steypt árið 1961 og hefur verið rekið hótel þar síðan.
Þekktasti fastagestur hótelsins í gegnum tíðina er líklega snillingurinn Eric Clapton sem átti sitt fasta herbergi á hótelinu þegar hann veiddi í Laxá á Ásum.
Á hótelinu eru í dag 19 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi, setustofa, borð- veislusalur og eldhús með öllum helstu tækjum til að hefja rekstur.
Húsnæðið býður uppá að breyta skipulagi, bæta við herbergjum og- eða sameina. Hugmyndir um viðbyggingu hafa líka verið viðraðar.
Komið er að ýmsu viðhaldi og geta áhugasamir fengið sendann lista yfir það sem helst þyrfti að huga að.
Þetta er upplagt tækifæri fyrir rétta aðila til að byggja upp á gömlum grunni.
 
Frekari upplýsingar veitir Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala í síma 699-7372 eða [email protected]
Kíktu í heimsókn til mín á Facebook eða á Instagram

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði. 

Sjá viðhengi til að opna hér fyrir neðan:
HAFA SAMBAND
Skilaboð hafa verið send.
Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.

Senda á vin
Skilaboð hafa verið send.